Stefanía Kristjánsdóttir hefur lagt stígvélin á hilluna

 Í Fréttir, Landvinnsla

Stefanía Kristjánsdóttir hefur lagt stígvélin á hilluna.

Stefanía á að baki langan og farsælan starfsferil hjá landvinnslu FISK. Hún hóf fyrst störf árið 1971 og fyrir utan stuttan tíma þar sem hún starfaði á sjúkrahúsinu hér á Sauðárkróki og við barngæslu hefur fiskvinnslan verið hennar ævistarf.

Hjá landvinnslunni hefur Stefanía sinnt öllum almennum fiskvinnslustörfum með miklum sóma.

Haldið var kaffisamsæti henni til heiðurs í kaffistofu FISK þar sem henni voru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Ljósmynd: Davíð Már Sigurðsson