„Það var enginn kraftur í veiðunum þennan túrinn“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 54 tonn og uppistaða aflans var þorskur, ýsa og steinbítur. Heimasíðan hafði samband við  Stefán Viðar Ólason stýrimann og spurði út í túrinn.

„Við vorum sex daga í þessari veiðiferð og fimm daga á veiðum. Í þessum túr vorum við á veiðum á Grunnslóðinni út af Vestfjörðum. Það var enginn kraftur í veiðunum þennan túrinn. Veðrið var fínt í þessum túr fyrir utan einn dag en þá kom smá norðaustan skot sem varði bara í nokkrar klukkustundir,“ sagði Stefán Viðar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter