„Veðrið minnti á skagfirska sumarblíðu”

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði með heildarafla um 222 tonn. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann.

„Við vorum á Selvogsbanka og á veiðum í fimm daga. Veiðarnar voru rólegar fyrstu þrjá sólarhringana á meðan við biðum eftir því að fiskurinn gengi út eftir hrygningu. Síðustu tvo sólarhringana var mok veiði. Veðrið var mjög gott og minnti á skagfirska sumarblíðu” sagði Andri Már.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter