„Veðrið var gott allan tímann“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með heildarafla um 74 tonn. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra.

„Veiðiferðin stóð í rúma fjóra sólarhringa. Við byrjuðum vestur af Garðskaga og enduðum út af Breiðafirði. Veiðar gengu vel og það var góður afli við Garðskaga. Veðrið var gott allan tímann og kærkomið eftir erfiðan vetur“ sagði Ómar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter