Veiðar byrjuðu rólega

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 62 tonn og uppistaða aflans var þorskur og skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra og spurði um veiðiferðina.

„Við vorum rúma þrjá sólarhringa á veiðum. Byrjað var suður af Bjargi, vegna veðurs, en færðum okkur í Grunnkantinn og enduðum í Nesdýpi. Veiðar byrjuðu rólega en góð veiði síðustu tvo sólarhringana. Aflinn var 62 tonn. Það var norðan bræla fyrsta sólarhringinn, síðan ágætis veður,“ sagði Ómar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey