„Veiðarnar gengu vel“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi. Uppistaða aflans var skarkoli og þorskur en smávegis var af ýsu og karfa. Rætt var við Guðbjörn skipstjóra „Veiðin hjá okkur stóð í rúmlega fjóra sólarhringa en heildarlengd túrsins var rúmir 5 sólarhringar. Það er um 8 tíma stím suður á veiðisvæðin við Garðskaga, veiðarnar þar gengu vel. Veðrið var mjög gott allan tíman“ – Segir Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter