„Veiðarnar voru svona upp og ofan“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 er á leið til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó, þar af um 736 tonnum af þorski. Aflaverðmæti er um 465 milljónir.

Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Við fórum af stað 9. febrúar. Við vorum á veiðum í Barentshafi, norður af Noregi. Veiðarnar voru svona upp og ofan og það verður landað 17.141 kassa. Veðrið var ágætt miðað við veðrið á Íslandsmiðum undanfarna fimm vikur,“sagði Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter