„Eins og frystigeta skipsins leyfði“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 er á leið til  hafnar á Sauðárkróki en millilandað var í Reykjavík. Aflaverðmæti um borð um 133 milljónir en heildar aflaverðmæti túrsins er um 230 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Bárð Eyþórsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Veiðiferðin hófst 14. júní og var haldið í Skerjadýpið þar sem verkefnið í þessum túr var aðallega Djúpkarfi og Gulllax. Veiðar gengu vel og var millilandað í Reykjavík 27. júní, rúmlega 17. þúsund kössum. Haldið var aftur til hafs 28. júní og byrjuðum við þá á fjöllunum í leit að ufsa og Gullkarfa.  Það var nóg af Gullkarfa en minna af Ufsa. Eftir stutt stopp á fjöllunum var farið aftur í Skerjadýpið. Veiðar eftir millilöndun gengu mjög vel eða eins og frystigeta skipsins leyfði.  Veiðiferðin gaf okkur rúmlega 37 þúsund kassa eða um 975 tonn upp úr sjó og var veðrið í túrnum heilt yfir mjög gott“

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter