Arnar HU 1 millilandar á Sauðárkróki

 In Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU 1 kom til hafnar á Sauðárkróki til millilöndunar.
Aflinn í Arnari samsvarar til 668 tonn af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 213 milljónir. Uppistaða aflans er 300 tonn af Gullkarfa, 146 tonn af Ufsa, 121 tonn af Þorski og 87 tonn af Ýsu.

Heimasíðan sló á þráðinn til Sæmundar Þórs Hafsteinssonar skipstjóra sem segir veiðarnar og vinnsluna um borð hafa gengið vel. „Við höfum verið á veiðum mest á Vestfjarðarmiðum eða í Víkurál, Kögurgrunni, Straumnesbanka og Deildargrunni. Við enduðum síðan túrinn á Norðaustur miðum. Heilt yfir hefur veðrið verið gott en það var leiðinda veður á Vestfjarðarmiðum síðustu dagana áður en við komum í land“  segir Sæmundur.

Áætlað er að Arnar haldi aftur til veiða að löndun lokinni.

Start typing and press Enter to search