Arnar HU1 landar í Reykjavík.

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 landaði í Reykjavík í gær.  Aflinn í Arnari samsvarar til 363 tonnum af fiski upp úr sjó eða tæpir 12.000 kassar og er verðmæti aflans 123 milljónir.  Heimasíðan ræddi við Guðjón Guðjónsson skipstjóra „Við erum að millilanda í Reykjavík eftir 12 sólarhringa á veiðum.  Við höfum verið á veiðum við Eldeyjarbanka, Melsekk, Selvogsbanka og Skerjadýpi, uppistaða aflans er að mestu karfi“ segir Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter