“Þegar veðrið var til friðs var veiðin mjög fín”

Drangey SK2 landaði á Sauðárkróki í gær. Heildarmagn afla um borð var um 165 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur, en smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Rætt var stuttlega við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Veiðiferðin tók 6 daga, en við vorum á veiðum í c.a 4 sólarhringa. Við byrjuðum á Kolluál þar sem […]

Sigurborg SH12 með fullfermi.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær með fullfermi. Heildarmagn afla um borð var um 82 tonn, uppistaða aflans var að mestu skarkoli, þorskur, ýsa og steinbítur en smávegis var af karfa. Sigurborg var meðal annas á veiðum við Garðskaga og Norðvestur af Bjargi.

“Mjög góð veiði var á Kantinum”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 141 tonn. Rætt var stuttlega við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í rétt rúma 3 sólarhringa, það var góð veiði á Halanum en við urðum frá að hverfa vegna veðurs þá héldum við í Kolluál þar var veiðin dræm, veiðiferðin […]

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði laugardaginn 22 febrúar s.l. Heildarmagn afla um borð var um 57 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur, skarkoli og ýsa en smávegis var af karfa. Farsæll var á veiðum Norðvestur af Garðskaga.

“Aflinn er mjög blandaður en mest er af gullkarfa”

Frystitogarinn Arnar HU1 landaði í Reykjavík í gær. Aflinn í Arnari samsvarar til 527 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 168 milljónir. Heimasíðan ræddi við Guðmund Henrý skipstjóra „Við erum að millilanda í Reykjavík eftir 19 daga veiðiferð. Fyrrihluta veiðiferðarinnar vorum við á Vestfjarðarmiðum en forðuðum okkur undan veðri og höfðum […]

“Það er óhætt að segja að þetta hafi verið brælutúr”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 138 tonn. Rætt var stuttlega við Ágúst Ómarsson skipstjóra „við vorum við veiðar á norðaustur miðum, mest á Rifsbanka. Veiðiferðin varaði í rúma viku en töluverðar frátafir voru vegna veðurs. Það var kropp þegar gaf, af ágætis fiski. Það er óhætt að […]

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 landar í Grundarfirði, heildarmagn afla um borð er um 61 tonn. Uppistaða aflans er þorskur, skarkoli, ýsa og smávegis af karfa. Aflinn í Farsæl veiddist meðal annars við Flökin og Suðvestur af Bjargi.

“Við vorum á veiðum í um það bil tvo sólarhringa”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með 91 tonn. Rætt var stuttlega við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í um það bil tvo sólarhringa, byrjuðum á Rifsbanka í rólegri veiði, færðum okkur síðan yfir á Sléttugrunn þar var góð veiði. Uppistaða aflans er þorskur, smávegis af ýsu og karfa. Það er búið […]

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 69 tonn. Uppistaða aflans er þorskur, skarkoli, steinbítur og smávegis af ýsu og karfa. Sigurborg var meðal annars á veiðum við Flökin.

Matthías og Tryggvi leggja stígvélin á hilluna.

Þeir Matthías Angantýsson og Tryggvi Berg Jónsson hafa ákveðið að „leggja stígvélin á hilluna“ eftir áratuga starf fyrir félagið. Af því tilefni var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem þeir var færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og starfsfólki FISK […]