Málmey SK1 landar í Grundarfirði.

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 184 tonn.  Heimasíðan ræddi við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum tæpa sex sólarhringa á veiðum í Skerjadýpi, Eldeyjarbanka og á Flugbrautinni.  Uppistaða aflans er að mestu djúpkarfi og ufsi, en smávegis var af þorski og ýsu.  Veðrið var gott fyrri hlutann en […]

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 78 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur og skarkoli.  Minna í öðrum tegundum.  Farsæll var á veiðum í Nesdýpi.

Sigurborg SH12 með fullfermi.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi.  Uppistaða aflans var að mestu steinbítur og þorskur.  Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi og Grunnkant.

“Það hefur verið snúið að fá þorsk á togara slóðum”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 149 tonn, uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, settum niður troll víða.  Leituðum víða af þorski fyrir norðan land, en fengum ágæta veiði á Grímseyjarsvæðinu.  Það hefur verið snúið að […]

Tæknibylting í vinnslusal FISK Seafood á Sauðárkróki.

Í dag var gengið frá kaupum á öflugum liðsauka í vinnslusalinn og er ráðgert að hann taki til starfa undir haustið. Um er að ræða pökkunarróbót sem hátæknifyrirtækið Valka þróaði sérstaklega fyrir okkur og færibandið er það fyrsta sinnar tegundar sem flokkar, vigtar og pakkar frosnum flökum. Það er FISK Seafood mikil ánægja að ganga […]

“Veiðin var mjög góð”

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 200 tonn. Rætt var við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum rúma þrjá sólarhringa á veiðum í Skerjadýpi, Selvogsbanka og á Eldeyjarbanka. Það var mjög góð veiði og gott veður allan tímann, uppistaða aflans er þorskur og karfi, minna af öðrum tegundum“ segir […]

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki.

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 154 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi.  Drangey var á veiðum á Halanum og Þverálshorni.

Arnar HU1 landar á Sauðárkróki.

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki í gær, en hann millilandaði í Reykjavík þann 19. mars s.l.  Heildarmagn afla um borð í seinni hluta veiðiferðarinnar var 400 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 113 tonn af gullkarfa, 96 tonn af djúpkarfa, 66 tonn af þorski og 51 tonn af […]

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi, en smávegis var af ýsu og karfa.  Sigurborg var meðal annars á veiðum í Selvogsbanka.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Rætt var við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra „Veiðiferðin tók fjóra sólarhringa og við vorum þrjá sólarhringa á veiðum, vorum á Selvogsbanka þar til veðrið versnaði og enduðum svo á Bervík þar var fínt veður.  Fín veiði var á Selvogsbanka uppistaða aflans var ufsi og þorskur“ Segir Guðmundur.