“Menn eru hoppandi kátir með fiskeríið”

Drangey SK2 landar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur. Rætt var við Andra Má Welding stýrimann „Við vorum þrjá sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð, en fyrir helgina millillönduðum við rúmum 100 tonnum eftir tvo sólarhringa á veiðum. Við vorum á veiðum á Flugbrautinni og […]
Farsæll landar í Grundarfirði

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var ufsi og skarkoli en smávegis var af þorski, ýsu og karfa. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
“Það var góð veiði allan tímann”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er um 197 tonn. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum. Veiðiferðin byrjaði djúpt suðvestur af Reykjanesi, fórum svo á Eldeyjarbanka og Flugbrautina, og enduðum á Vestfjarðarmiðum. Það var góð veiði allan tímann, og veðrið var gott fyrir […]
“Veðrið var með besta móti”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Rætt var við Guðbjörn stýrimann“ Veiðiferðin var tæpa sex sólarhringa höfn í höfn. Við vorum hins vegar á veiðum í tæpa fjóra sólarhringa. Það var farið um nokkur veiðisvæði í þessari veiðiferð, byrjað við Snæfellsnesið og tekin 2 stutt höl og svo var haldið suður við Garðskaga, á […]
“Við hittum á mikið af þorski”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 116 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Rætt var við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum tæpa tvo sólarhringa á veiðum á Flugbrautinni sem er veiðislóð fyrir utan Snæfellsnes. Við hittum á mikið af þorski sem er á útleið þarna. Bongó blíða allan túrinn, […]
“Veiðin hefur verið mjög góð”

Drangey SK2 landar í Grundarfirði eftir þrjá sólarhringa á veiðum. Heildarmagn afla um borð var um 178 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Ágúst Ómarsson skipstjóri segir veiðina hafa verið mjög góða og það hafi verið renniblíða. Við vorum á veiðum á Flugbrautinni og Eldeyjarbanka.
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 60 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur. Smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Farsæll var meðal annars á veiðum á Flugbrautinni.
“Góð veið og gott veður allan túrinn“

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og fengum c.a. 193 tonn, mest þorsk. Við vorum á suðvestur miðum, byrjuðum á Flugbrautinni, fórum svo á Eldeyjarbanka og enduðum svo á Flugbrautinni. Góð veið og gott veður allan túrinn“ segir Hermann.
“Þorskurinn er farinn að ganga út á togslóð eftir hrygningu”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 213 tonn. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum rúmlega fimm sólarhringa á veiðum, á Selvogsbanka og Eldeyjarbanka. Við fengum góðan dag á Selvogsbanka í upphafi en siðan varð róleg veiði, þá kipptum við vestur á Eldeyjarbanka þar var vaxandi […]
“Veður var með besta móti alla veiðiferðina”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra „Við fórum víða, Vestfjarðarmið, vestur af Garðskaga, útaf Snæfellsnesi og enduðum út af Breiðafirði. Vorum fjóra sólarhringa að veiðum og veður var með besta móti alla veiðiferðina“ segir Ómar.