Drangey SK2 landar á Grundarfirði

 Í Drangey SK 2

Drangey SK2 kom til hafnar á Grundarfirði í morgun með um 216 tonn eftir tvo sólarhringa á veiðum. Uppistaða aflans er þorskur.

Bárður Eyþórsson skipstjóri var kátur með veiðiferðina og sagði hann m.a. „Við vorum á Dornhbankanum í mokveiði og það tók okkur bara tvo sólarhringa að fylla skipið, við höldum á aftur á veiðar í kvöld þegar búið er að kara skipið“.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

DrangeyDrangey