„Mokveiði á Halanum“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 214 tonn, uppistaða aflans var þorskur.  Heimasíðan sló á þráðinn til Ágústs Ómarssonar skipstjóra.

„Fiskeríið var gott á Kantinum vestan við Halann og við enduðum tæplega fimm sólarhringa veiðiferð í mokveiði á Halanum.  Það var mikið líf í sjónum, æti, hvalur og smáhveli við Halann.  Allan túrinn var blíða og sléttur sjór“ segir Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter