„Rólegt yfir veiðunum þennan túrinn“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 48 tonn og uppistaða aflans voru um 16 tonn af þorski og 11 tonn af ýsu. Farsæll var meðal annars á veiðum á Nesdýpi og Grunnhala.  Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimann og spurði út í túrinn.

„Við vorum á veiðum í fimm sólarhringa í þessum túr. Við vorum mest á grunnslóðinni út af Vestfjörðum en fórum líka út á Hala á meðan veðrið var í lagi. Það var frekar rólegt yfir veiðunum þennan túrinn. Veðrið var bara frekar leiðinlegt, ég held að það hafi einn dagur verið góður,“ sagði Stefán.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter