„Túrinn gekk vel“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 63 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, ufsi og þorskur.  Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar stýrimann.

„Túrinn gekk vel, við vorum á fjórða sólarhring á veiðum á Vestfjarðarmiðum, bæði á Grunnslóðinni og einnig út í Kanti, veiðarnar gengu þokkalega.  Megnið af túrnum var veðrið mjög gott fyrir utan eina nótt en þá datt hann í strekkings suðvestan átt“ segir Stefán.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter