Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 78 tonn og uppistaða aflans var skarkoli og þorskur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Selvogsbanka og vestan við Garðskaga.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 98 tonn og uppistaða aflans voru um 82 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Sléttugrunni.

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 152 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Málmey var meðal annars á veiðum á Eldeyjarbanka og Jökuldýpi.

Veðrið var með besta móti

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 55 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn. „Í þessari veiðiferð vorum við í um fimm sólarhringa á veiðum vestur af Garðskaga. Við vorum þar allan túrinn, fyrir utan einn […]

Ágætis fiskerí

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 85 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina. „Vorum þessa sex daga veiðiferð, og um fimm daga á veiðum, í góðu veðri og ágætis fiskeríi. Það var jöfn veiði allan tímann, aflinn tæp 90 […]

„Jöfn og góð veiði“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 203 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum þrjá og hálfan sólarhring á veiðum og vorum á Hvalbakshallinu. Það var jöfn og góð veiði og blíðu veður allan […]

„Fundum vel fyrir stærstu skjálftunum“

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 787 tonnum upp úr sjó, þar af um 279 tonnum af þorski, 149 tonnum af gullkarfa og 106 tonnum af djúpkarfa. Aflaverðmæti er um 245 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann út í túrinn. „Við fórum út […]

„Lítið um þorsk fyrir Norðurlandi“

Málmey

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 104 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum og vorum á Rifsbanka, Sléttugrunni og Groves. Veiðarnar voru frekar dræmar þennan túrinn, lítið um þorsk fyrir […]

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 75 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Sigurborg var meðal annars á veiðum vestan við Garðskaga.

„Lítil ending í veiðinni“

Drangey

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 125 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við vorum fimm daga á veiðum og vorum á Rifsbanka, Sléttugrunni og Sporðagrunni. Þessar veiðislóðir bera þess merki um að hafa verið mikið notaðar […]