Um FISK-Seafood
FISK-Seafood hefur orðið til með kaupum og samrunum nokkurra félaga á umliðnum áratugum. Þessi félög eru:
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf og Skagstrendingur hf.
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf og Skagstrendingur hf.
FISK-Seafood er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands og er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum og vinnslu til sölu og útflutnings. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1955, hefur víðtæka þekkingu og reynslu í sjálfbærri nýtingu á takmarkaðri náttúruauðlind. Þessi þekking og virðing endurspeglast í allri starfsemi FISK Seafood
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Friðbjörn Ásbjörnsson.
Í stjórn FISK-Seafood eru:
Þórólfur Gíslason formaður
Bjarni Maronsson
Herdís Á Sæmundardóttir
Sigurjón Rúnar Rafnsson
Ingileif Oddsdóttir
Endurskoðunarnefnd:
Gunnar Þór Ásgeirsson formaður
Herdís Á Sæmundardóttir
Ingileif Oddsdóttir
Ein af grunnstoðum FISK-Seafood er hæft, traust og áreiðanlegt starfsfólk, bæði til sjós og lands. FISK-Seafood er vinnustaður þar sem leitast er við að hafa góðan aðbúnað starfsfólks. Fyrirtækið hefur öfluga öryggisstefnu þar sem áherslan er á að tryggja velferð og öryggi starfsfólks. FISK-Seafood leggur áherslu á jafnrétti með því að hvetja bæði karla og konur til að ganga til liðs við fyrirtækið. Fyrirtækið greiðir sömu laun fyrir sömu vinnu og heimilar ekki mismunun.
FISK-Seafood starfar á alþjóðlegum markaði og eru afurðir fyrirtækisins seldar víða um heim. Á þeim grundvelli vinnur fyrirtækið að því að óskir og þarfir markaðarins verði ávallt hafðar að leiðarljósi við stjórnun og ákvarðanatöku.
Stefnur, jafnréttis- og persónumál
Starfsreglur og siðferði
Fjárhagslegar upplýsingar
Fjárfestingar í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum
Nafn félags | Land | Fjárfestingaár | Megin starfsemi | Bókfært virði í árslok 2023 (í þús. kr.) | Tengsl | Raunverulegur eigandi |
---|---|---|---|---|---|---|
Verið Vísindagarðar | Ísland | 2007 | Rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði | Lagt niður 2022 | ||
Hólalax hf. | Ísland | 2009 | Seiðaeldi | Sameinað FISK 2019 | Dótturfélag | |
Iceprotein ehf. | Ísland | 2009 | Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni | Selt 2019 | Dótturfélag | |
Fóðurblandan hf. | Ísland | 2009 | Framleiðsla húsdýrafóðurs | 612.261.- | Hlutdeildarfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
Þróunarfélag Snæfellinga ehf. | Ísland | 2011 | Þróunarfélag | Selt 2019 | ||
Olíuverslun Íslands ehf. | Ísland | 2012 | Heildverslun með eldsneyti og skyldar vörur | Selt 2018 | ||
Náttúra fiskirækt ehf. | Ísland | 2013 | Fiskeldi | Sameinað FISK 2019 | Dótturfélag | |
Protis ehf. | Ísland | 2015 | Framleiðsla og sala lífefna | Selt 2019 | Dótturfélag | |
Solo ehf. | Ísland | 2016 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | Selt 2018 | ||
ISI hf | Ísland | 2018 | Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir | 2.068.569.- | Skráð á markaði | |
Hagar hf. | Ísland | 2018 | Stórmarkaðir og matvöruverslanir | Selt 2019 | ||
Solo holding ehf. | Ísland | 2018 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | Selt 2018 | ||
FISK Seafood fjárfesting ehf. | Ísland | 2018 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | 9.502.126.- | Dótturfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
FISK Seafood eignarhaldsf. ehf. | Ísland | 2019 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | Selt 2019 | Dótturfélag | |
Kiddi Dóra ehf. | Ísland | 2021 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | 1.789.293.- | Dótturfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
Brennigerði ehf. | Ísland | 2021 | Bújörð | Sameinað FISK 2022 | Dótturfélag |