„Rákum í góða ufsaveiði“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 158 tonn og uppistaða aflans var ufsi. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við rákum í góða ufsaveiði á Skagagrunni og vorum tvo og hálfan sólarhring á veiðum. Veðrið hefur verið hundleiðinlegt allan túrinn,“ sagði Ágúst.
Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var 217 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 112 tonn af þorski og 75 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum. Heildarverðmæti afla er um 85 milljónir króna og fjöldi kassa um 6.600.
Leiðindaveður allan túrinn

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 77 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fjóra og hálfan sólarhring á veiðum og vorum á Rifsbanka, Sléttugrunni, Growes og Sporðagrunni. Það var frekar róleg veiði, mjög lítið […]
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 140 tonn, uppistaða aflans voru þorskur, ufsi og ýsa. Málmey var meðal annars á veiðum á Strandagrunni og Sléttugrunni.
„Byrjuðum inn á Fláka“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 60 tonn og uppistaða aflans voru þorskur og skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Byrjuðum inn á Fláka í norðan stormi og rólegri veiði í tvo daga. Vorum […]
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 72 tonn og uppistaða aflans var þorskur, karfi og ýsa. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Látragrunni.
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 122 tonn og uppistaða aflans voru 80 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Strandagrunni og Halanum.
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 195 tonn, uppistaða aflans voru þorskur, ufsi og ýsa. Málmey var meðal annars á veiðum á Þverálshorni og Halanum.
„Veðrið var þokkalegt“

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar 598 tonnum upp úr sjó, þar af 219 tonnum af gullkarfa og 156 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti er rúmar 180 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og spurði hann út í túrinn. „Við fórum út á hádegi 7. nóvember og […]
„Fórum um víðan völl“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 60 tonn og uppistaða aflans voru þorskur og steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimann og spurði út í túrinn. „Þessi veiðiferð var um sex sólarhringar á sjó og fimm á veiðum. Við fórum um víðan völl um Vestfjarðamið, allt […]