“Veður var með besta móti alla veiðiferðina”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra „Við fórum víða, Vestfjarðarmið, vestur af Garðskaga, útaf Snæfellsnesi og enduðum út af Breiðafirði. Vorum fjóra sólarhringa að veiðum og veður var með besta móti alla veiðiferðina“ segir Ómar.
Arnar HU1 landar á Sauðárkróki.

Frystitogarinn Arnar HU1 landar á Sauðárkróki. Aflinn í Arnari samsvarar til 824 tonnum af fiski upp úr sjó eða 21.616 kassar og eru aflaverðmætin 215 milljónir. Heimasíðan ræddi við Guðmund Henrý skipstjóra „Við fórum af stað að morgni 10. apríl eftir að niðurstöður fengust frá Decode vegna Covid-19 sýna áhafnar. Við byrjuðum á Vestfjarðarmiðum en […]
Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Heildarmagn afla um borð var um 54 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, þorskur og ýsa. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi og Garðskaga.
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki og var heildarafli um borð um 161 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra. “Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, á Selvogsbanka, Eldeyjarbanka og Tungunni. Veiðarnar gengu vel í þorskinum en það var rólegt í ufsanum. Veðrið var gott mest allan túrinn en fengum leiðinda veður […]
„Veðrið minnti á skagfirska sumarblíðu”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði með heildarafla um 222 tonn. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann. „Við vorum á Selvogsbanka og á veiðum í fimm daga. Veiðarnar voru rólegar fyrstu þrjá sólarhringana á meðan við biðum eftir því að fiskurinn gengi út eftir hrygningu. Síðustu tvo sólarhringana var mok veiði. Veðrið […]
„Veðrið var gott allan tímann”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með heildarafla um 74 tonn. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra. „Veiðiferðin stóð í rúma fjóra sólarhringa. Við byrjuðum vestur af Garðskaga og enduðum út af Breiðafirði. Veiðar gengu vel og það var góður afli við Garðskaga. Veðrið var gott allan tímann og kærkomið eftir erfiðan vetur” […]
Kærkomin vélvæddur vinnuþjarkur

Kærkominn vélvæddur vinnuþjarkur Það er ekki slegið slöku við í tæknivæðingu landvinnslunnar á Sauðárkróki. Fyrir nokkrum dögum sögðum við frá kaupum á pökkunarþjark sem ráðgert er að taka í notkun í haust og í gær var gengið frá samningum við Plastco um kaup á sjálfvirkum þjarka í brettaröðun ásamt vafningsvél og öðru tilheyrandi sem létta […]
“Blíðskapar veður var allan túrinn”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Heimasíðan ræddi við Stefán stýrimann „þessi túr var sex sólarhringar. Við vorum á veiðum á Vestfjarðarmiðum, það var enginn kraftur í veiðunum þennan túrinn. Uppistaða aflans var steinbítur. Blíðskapar veður var allan túrinn“ segir Stefán.
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 51 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur. Sigurborg var á veiðum í Nesdýpi.
“Við vorum að veiðum í rjómablíðu”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heimasíðan ræddi við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Við vorum að veiðum í rjómablíðu á Selvogsbanka. Það var þokkaleg veiði en vantaði aðeins upppá veiðina í þorski. Hann er ekki búinn að hrygna og þar af leiðandi ekki byrjaður að ganga út aftur. Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum“ segir […]