Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 40 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur og skarkoli og smávegis var af þorski. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
“Veiðarnar gengu vel á meðan veður var skaplegt”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 177 tonn. Rætt var við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum rúma fimm sólarhringa á veiðum, byrjuðum í ufsa á Selvogsbanka og Reykjanesgrunni. Tókum svo þorskinn í Jökuldýpi og Þverálshorni og enduðum á Skagagrunni. Veiðarnar gengu vel á meðan veður var skaplegt, uppistaða […]
Sigurborg SH12 með fullfermi

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi, uppistaða aflans var að mestu ufsi. Heimasíðan ræddi við Guðbjörn skipstjóra „Veiðiferðin hjá okkur var um fimm sólarhringar í það heila, en við vorum við veiðar í fjóra sólarhringa. Vorum bæði á veiðum við Selvogsbanka og vestur af Garðskaga, veiðin var nokkuð góð á Selvogsbankanum í […]
“Veiðarnar gengu þokkalega”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 147 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur. Heimasíðan ræddi við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Veiðiferðin stóð yfir í sex sólarhringa, en við vorum á veiðum í tæplega fimm. Við vorum m.a. í Jökuldýpi, Eldeyjarbanka og á Halanum, veiðarnar gengu þokkalega það voru […]
Arnar HU1 landar í Reykjavík.

Frystitogarinn Arnar HU1 landaði í Reykjavík í gær. Aflinn í Arnari samsvarar til 363 tonnum af fiski upp úr sjó eða tæpir 12.000 kassar og er verðmæti aflans 123 milljónir. Heimasíðan ræddi við Guðjón Guðjónsson skipstjóra „Við erum að millilanda í Reykjavík eftir 12 sólarhringa á veiðum. Við höfum verið á veiðum við Eldeyjarbanka, Melsekk, […]
Farsæll SH30 með fullfermi.

Farsæll SH30 með fullfermi Farsæll er á leið í land til Grundarfjarðar með fullfermi. Heimasíðan ræddi við Stefán stýrimann „Við vorum 3 sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð. Við vorum suður á Selvogsbanka, veðrið var gott og það fiskaðist mjög vel. Uppistaða aflans er ufsi“ segir Stefán.
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 67 tonn, uppistaða aflans var að mestu ufsi, skarkoli og ýsa. Sigurborg var meðal annars á veiðum vestan við Garðskaga.
“Veiðarnar gengu vel”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 66 tonn. Rætt var við Stefán stýrimann „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð á Selvogsbanka. Veiðarnar gengu vel, uppistaðan aflans var ufsi. Veðrið hefur heilt yfir verið í lagi, við fengum 2 daga í leiðinda kalda og síðan voru […]
“Góð veiði í Jökuldýpi”

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 173 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi, en smávegis var af ýsu og karfa. Heimasíðan ræddi við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fimm daga, byrjuðum á tánni í ágætis ufsa veiði en þar var leiðinda veðri. […]
“Veiðin hefur verið mjög góð”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 204 tonn. Uppistaða aflans var að mestu þorskur, en smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fjóra daga í Jökuldýpi og við Eldeyjarbankakant. Veiðin hefur verið mjög góð, vertíðar bragur á […]